19. mars 2012 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bókfell Mosfellsdal, breyting utanhúss og stækkun201111124
Ingibjörg Ásgeirsdóttir Andrews Lambhóli 107 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús og sambyggða bílgeymslu úr steinsteypu að Bókfelli við Hraðastaðaveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Jafnframt er sótt um leyfi til að nýta núverandi húsakost á lóðinni sem vinnustofu.
Stærð vinnustofu 58,9 m2, 211,4 m3.
Stærð íbúðarhúss. 1. hæð íbúð 80,9 m2, bílgeymsla 26,6 m2, 2. hæð íbúð 112,4 m2, samtals 765,0 m3.
Samþykkt.
2. Reykjamelur 11, byggingaleyfi fyrir viðbyggingu,innri og utanhúss breytingum og endurnýjun á áðurgerðum breytingum201203141
Ólafur Ragnar Grímsson Bessastöðum Álftanesi sækir um leyfi til að stækka úr timbri neðri hæð hússins nr. 11 við Reykjamel. Jafnframt er sótt um leyfi til breyta innanhúss fyrirkomulagi, fjarlægja skorstein, stækka og breyta gluggum hússins í samræmi við framlögð hönnunargögn.
Stækkun húss 18,4 m2, 57,3 m3.
Samþykkt.
3. Rituhöfði 5 - umsókn um byggingarleyfi201202027
Sigurgísli Jónasson Rituhöfða 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu íbúðarhúsið nr. 5 við Rituhöfða
samkvæmt framlögðum gögnum.
Erindið var grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust.
Stækkun húss 31,9 m2, 167,0 m3.
Samþykkt.