23. nóvember 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Sigurlaug Þ Ragnarsdóttir aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) 1. varamaður
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Bergmann áheyrnarfulltrúi
- Björg Bjarkey Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skipulag áfallahjálpar á Íslandi201011082
Erindið lagt fram og jafnframt samþykkt að senda erindið til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar til upplýsingar.
Lagt fram og ákveðið að senda áfram til stofnana fræðslusviðs til kynningar.
2. Könnun á innleiðingu og framkvæmd laga um leik- og grunnskóla2009081760
Svarbréf skólastjóra Krikaskóla til Menntamálaráðuneytisins lagt fram.
3. Aðalnámskrár skóla almennir hlutar - kynningar og umsagnir2010081692
Lagt fram og óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila á fræðslusviði.
4. Þjónustusamningur við dagforeldra200812147
Endurskoðaður þjónustusamningur Mosfellsbæjar og dagforeldra og sameiginlegar reglur dagforeldra með þjónustusamning við Mosfellsbæ kynntar. Fræðslunefnd samþykkir samninginn og reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta ákvörðunina.
5. Skyldur og ábyrgð skólanefnda201011151
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynntar.