18. janúar 2019 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt 8-20, Umsókn um byggingarleyfi201804096
Klapparholt ehf. Askalind 3 201 Kópavogi sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum fjöleignarhúss á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Brattahlíð 16-18, útihús/niðurrif201901073
Tré-Búkki ehf. Suðurhús 2 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og farga útihúsum á lóðinni Brattahlíð nr.16-18 í samræmi við framlögð gögn. Hafa skal samráð við Heilbrigðiseftirlit áður en framkvæmdir hefjast.
Samþykkt.
3. Brúarfljót 2, Fyrirspurn um byggingarleyfi201901149
E 18 ehf. leggur fram fyirspurn um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði í þremur byggingum á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 4.305,75 m².
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
4. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi.2018084453
Karina ehf. Breiðahvarf 5 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum fyrir Bugðufljót nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 70,6 m², 397,2 m³.
Samþykkt.
5. Bugðufljót 11 / Umsókn um byggingarleyfi201809069
Steingarður ehf. Flugumýri 14 sækir um leyfi til að byggja úr límtré og yleiningum atvinnuhúsnæði á lóðinni Bugðufljót nr.11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1007,3 m², 4.801,370 m³.
Samþykkt.
6. Snæfríðargata 30, Umsókn um byggingarleyfi.201801280
Skjaldargjá ehf. Hjallalandi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni nr. 30 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 21,724 m³.
Samþykkt.