21. september 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Erindi Strætó bs. varðandi kvöld- og næturakstur strætisvagna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar
Lagt fram.
2. Papco - ósk um viðræður um lóð.201606051
Papco óskar eftir viðræður við Mosfellsbæ um lóð undir starfsemi sína.
Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga, en upplýsir jafnframt að umrædd lóð er í skipulagsferli og er áætlað að hún verði auglýst laus til umsóknar að því loknu.
3. Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga201709220
Mál á dagsskrá að ósk bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir svör við spurningum í könnun Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða í Mosfellsbæ 2016.