3. október 2017 kl. 16:15,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir aðalmaður
- Sigurður G. Tómasson aðalmaður
- Helga Pálína Sigurðardóttir aðalmaður
- Vibeke Þorbjörg Þorbjörnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir Deildastjóri búsetu og þjónustudeildar
Fundinn sat einnig Sigrún Þórarinsdóttir og Sveinbjörn B. Eggertsson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimili fyrir börn201706318
Minnisblað starfsmanna lagt fram.
Deildarstjóri búsetur- og þjónustudeildar segir frá aðdraganda að stofnun heimilis fyrir börn í Mosfellsbæ.
2. Styrkir skv. 27gr. l.nr. 59/1992201204188
Styrkir til náms og tækjakaupa.
Farið yfir reglur Mosfellsbæjar um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa. Rætt um möguleika á að kynna reglurnar betur fyrir þeim sem eiga rétt á styrkjum. Auglýst verður eftir umsóknum í Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar í október 2017.
3. Reglur um liðveislu201511046
Liðveisla - tillaga að breytingu á reglum.
Farið yfir reglur um liðveislu og framkvæmd þjónustunnar. 8. gr. var sérstaklega rædd með það fyrir augum að gera textann skýrari.