Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. nóvember 2013 kl. 14:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
  • Árni Ísberg embættismaður

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­bakki 10, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310064

    Þorvarður Björgúlfsson Kvíslartungu 36 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka hesthús úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum.Um er að ræða kvistbyggingu og lengingu húss. Stækkun hússins er innan ramma nýsamþykktrar deiliskipulagsbreytingar. Stækkun húss: 50,8 m2, 153,4 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Engja­veg­ur 17a, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201311117

      Jón R Sigmundsson Reyrengi 41 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykks einbýlishúss að Engjavegi 17A, úr staðsteyptu í forsteyptar einingar samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktar stærðir húss breytast ekki.

      Sam­þykkt.

      • 3. Kvísl­artunga 106 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201311121

        Ágúst Ó Valtýsson Kvíslartungu 106 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 106 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir og útlit hússins breytast ekki.

        Sam­þykkt.

        • 4. Völu­teig­ur 25-27-29 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201311130

          Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi áðursamþykkts iðnaðarhúsnæðis að Völuteigi 25, 27 og 29 í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða skiptingu húsnæðis í fleiri smærri rými. Heildarstærðir húsanna breytast ekki.

          Sam­þykkt.

          • 5. Uglugata 52-54, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201311080

            Dúklagningameistarinn Viðjugerði 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða, fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 52 - 54 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.

            Sam­þykkt.

            • 6. Völu­teig­ur 17-19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201305101

              Svefn og heilsa Engjateigi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta áðursamþykktu iðnaðarhúsnæði í matshluta 4 að Völutegi 17 - 19 samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða glugga og hurðabreytingar, byggingu svala og millilofts. Stærð svala: 3,9 m2, milliloft 844,0 m2. Heildarrúmmál matshluta 4 breytist ekki.

              Sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00