20. ágúst 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um skiptingu lóðar lnr. 123713201508101
Margrét Tryggvadóttir óskar eftir skiptingu lóðar lnr. 123713.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi þessu til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu201507221
Guðbjartur Ægisson í Kvíslartungu 106 hafði samband og óskaði eftir að allir ljósastaurar í götunni yrðu færðir. Þá óskar hann ennfremur eftir fegrun og lagfæringu á opnu svæði austan við hverfið, Kiwanishús og eldri fjárhús sem þar standa víki sem fyrst.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi201508993
Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis að Varmá.