19. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxness201104089
Síðast á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að óska frekari upplýsinga um umsóknina. Hjálagt er minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusvið.
Til máls tóku: HS, BH, HBA, KT og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis vegna veitingaleyfis. <BR>Bæjarráð bendir þó á að um er að ræða lengri opnunartíma en áður var og áskilur bæjarráð sér því að koma að athugasemdum hvað varðar þetta atriði í ljósi fenginnar reynslu að sex mánuðum liðnum. <BR>
2. Erindi Málræktarsjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð201105120
Til máls tóku: HS, HBA og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs sem fulltrúa Mosfellsbæjar.
3. Erindi Strætó bs. varðandi ELENA verkefni Evrópusambandsins201105009
Fulltrúar Strætó bs. mæta á fundinn kl. 08:00 til að kynna ELENA verkefnið.
Til fundarins mættu Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, Björn Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs., Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður stjórnar Strætó bs. og kynntu ELENA-verkefnið.
4. Erindi Þórðar Á. Hjaltested um framlengingu á launalausu leyfi201105079
Til máls tóku: HS, BH, HSv, JJB og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fallast á framlengingu á launalausu leyfi í samræmi við umsögn skólastjórnenda enda hefð fyrir því að veita slíkt leyfi til trúnaðarstarfa fyrir stéttarfélag.
5. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi samkomulag um tónlistarfræðslu201105152
Til máls tóku: HS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn fræðslusviðs um hvaða áhrif gert samkomulag hefur á tónlistarfræðslu í Mosfellsbæ.
6. Umsókn um leigu á beitarhólfi201105116
Til máls tóku: HS, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu þar sem landið er nú þegar í útleigu.
7. Varðandi ævintýragarð í Ullarnesbrekkum201105162
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá fundarins. Hjálögð er tillaga bæjarráðsmannsins í málinu.
Til máls tóku: JJB, HS, BH, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn umhverfissviðs um erindið.