19. febrúar 2019 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Okkar Mosó 2019201701209
Tillaga að helstu tímasetningum og verklagi við framkvæmd Okkar Mosó 2019.
Óskar Þór Þráinsson, verkefnisstjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu kynnti framkvæmd Okkar Mosó 2019. Lýðræðis- og mannréttindanefnd fagnar þeim skrefum sem tekin hafa verið við undirbúning lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó 2019 og hlakkar til að taka þátt í þróun þess. Nefndin hvetur til þess að ungmennaráð verði virkjað sérstaklega á hugmyndafasa Okkar Mosó 2019.
2. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði201706309
Kynning á norrænnu samstarfsverkefni sem Mosfellsbær tekur þátt. Verkefnið lýtur að sjálfbærri borgarþróun, íbúalýðræði og betra miðbæjarlíf.
Tómas Guðberg Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, kynnti verkefnið.