15. febrúar 2019 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Golfskálinn við Leirutanga, Umsókn um niðurrif201902077
Karina ehf, Breiðahvarfi 5 Kópavogi sækir um leyfi til að fjarlægja, og farga að hluta, eldra húsnæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Súluhöfða. Samráð skal haft við heilbrigðiseftirlit áður en framkvæmd hefst.
Samþykkt.
2. Vogatunga 23-29, Umsókn um byggingarleyfi.201803309
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir breytingu innra skipulags raðhúss nr. 25 á lóðunum nr. 23,25,27 og 29 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. Urðarholt 4, íbúð 201, Umsókn um byggingarleyfi201811217
Guðlaug Kristófersdóttir Dvergholti 17 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta skrifstofurými í íbúð með eignarhlutanúmeri 0201 á 2. hæð í húsinu nr. 4 við Urðarholt í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytst ekki.
Samþykkt
4. Álafossvegur 27 / , Umsókn um byggingarleyfi201809024
Gunnar Helgason Álafossvegur 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi ásamt fjölgun íbúða mhl 02 húss nr. 27 í fjölbýlishúsi á lóðinni Álafossvegur nr.25-33, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.