15. ágúst 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innri Miðdalur 125198, umsókn um byggingarleyfi201404309
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu og að stækka sumarbústaðinn í Innri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð bústaðar 200,9 m2, 645,5 m3.
Samþykkt.
2. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
3. Snæfríðargata 20, umsókn um byggingarleyfi201407134
Álftárós ehf Flesjukór 1 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð : Íbúð 334,1 m2, bílgeymsla 40,9 m2, samtals 1471,5 m3.
Samþykkt, samanber bókun skipulagsnefndar á 370. fundi.
4. Tunguvegur - undirgöng undir Skólabraut, umsókn um byggingarleyfi201407097
Mosfellsbær sækir um leyfi til að byggja steypt undirgöng undir Skólabraut í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt.