17. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH)
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála201812093
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna umsóknar um byggingarleyfi eiganda húss nr. 10 við Leirutanga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara kæru vegna Leirutanga 10.
3. Ósk um breytta nýtingu á Sunnukrika 3201901131
Ósk Sunnubæjar ehf. um breytta nýtingu á Sunnukrika 3.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða málið frekar með tilliti til úthlutunar lóðarinnar. Jafnframt að óska eftir umsögn skipulagsnefndar um skipulagsþátt málsins.
4. Samningar um vatnskaup og kaup á vatnsveitumannvirkjum201812347
Drög að samningum við Veitur ohf. um vatnskaup og uppkaup á mannnvirkjum innan lögsögumarka Reykjavíkur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að staðfesta samninga við Veitur ohf. um vatnskaup og uppkaup á mannvirkjum innan lögsögumarka Reykjavíkur.
5. Fornleifar á lóðinni Leirvogstungu 25201811232
Erindi frá lögmannsstofunni Lex þar sem óskað er eftir viðbrögðum Mosfellsbæjar við kröfum lóðarhafa að Leirvogstungu 25.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara erindi lögmannsstofunnar Lex.