Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH)
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála201812093

    Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna umsóknar um byggingarleyfi eiganda húss nr. 10 við Leirutanga.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara kæru vegna Leiru­tanga 10.

    • 2. Beiðni slökkvi­liðs­stjóra um fund vegna nýrr­ar bruna­varna­áætl­un­ar201812092

      Beiðni slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um fund með bæjarstjórn vegna nýrrar brunavarnaáætlunar sem er stefnumarkandi til næstu fimm ára.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við slökkvi­liðs­stjóra um und­ir­bún­ing fund­ar um bruna­varn­aráætl­un­ar.

    • 3. Ósk um breytta nýt­ingu á Sunnukrika 3201901131

      Ósk Sunnubæjar ehf. um breytta nýtingu á Sunnukrika 3.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að skoða mál­ið frek­ar með til­liti til út­hlut­un­ar lóð­ar­inn­ar. Jafn­framt að óska eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um skipu­lags­þátt máls­ins.

    • 4. Samn­ing­ar um vatns­kaup og kaup á vatns­veitu­mann­virkj­um201812347

      Drög að samningum við Veitur ohf. um vatnskaup og uppkaup á mannnvirkjum innan lögsögumarka Reykjavíkur.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að stað­festa samn­inga við Veit­ur ohf. um vatns­kaup og upp­kaup á mann­virkj­um inn­an lög­sögu­marka Reykja­vík­ur.

      • 5. Forn­leif­ar á lóð­inni Leir­vogstungu 25201811232

        Erindi frá lögmannsstofunni Lex þar sem óskað er eftir viðbrögðum Mosfellsbæjar við kröfum lóðarhafa að Leirvogstungu 25.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara er­indi lög­manns­stof­unn­ar Lex.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50