17. ágúst 2017 kl. 07:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um að bærinn leysi til sín lóð á Skógarbringu201708348
Beiðni um að staðfest verði að á Skógarlundi 19 séu engin áform um sumarhúsabyggð og að fenginni staðfestingu óska um að bæjarfélagið Mosfellsbær leysi þessa lóð til sín.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Umhverfissviðs og lögmanns Mosfellsbæjar.
2. Kæra til ÚUA 87/2017 - Sandskeiðslína 1201708349
Meðfylgjandi er afrit kæru, dags. 9. ágúst 2017, þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningar Sandskeiðslínu 1 sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Lögmanni Mosfellsbæjar falið að annast málið eftir því sem við á.
- FylgiskjalTilkynning um stjórnsýslukæru nr.87/2017 Sanskeiðslína 1.pdfFylgiskjal1858_001.pdfFylgiskjalfskj. 5 Dómur héraðsdóms Reykaness - framkvæmdarleyfi Sv. Voga.pdfFylgiskjalfskj. 6 Bréf - Umsókn Landnets um framkvaemdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1.pdfFylgiskjalfskj. 7 Athugasemdir við Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 frá NSVE og Hraunavinum LOKA.pdfFylgiskjalfskj. 8 Dómur Hæstaréttar í máli nr. 575;2016 frá 16.feb. 2017 - gegn framkvæmdarleyfi Voga.pdfFylgiskjalKæra 87_2017.pdf
3. Ráðning byggingarfulltrúa201707136
Mannauðsmál - lagt fyrir bæjarráð minnisblað um ráðningu
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafið verði ráðningarferli byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Erindi Strætó bs. varðandi kvöld- og næturakstur strætisvagna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað skipulagsnefndar.
Mosfellsbær telur mikilvægast að finna leiðir til að þjónusta Leirvogstungu og Helgafellshverfi.
Lengri aksturstími að kvöldlagi er æskilegur en þyrfti að kanna nánar.
Næturstrætó er að mati Mosfellsbæjar talinn kosta of mikið til þess að forsvaranlegt sé að ráðast í slíka breytingu á þessum tímapunkti en mikilvægara sé að auka tíðni vagna á þeim tíma sem fleira fólk er á ferðinni. Í því sambandi má benda sérstaklega á mikilvægi þess að akstur á leið 15 breytist ekki að sumarlagi heldur haldi þeirri sömu tíðni og er á vetrarlagi.5. Innkaup á skólavörum2015082225
Niðurstaða örútboðs á námsgögnum fyrir grunnskóla lögð fram.
Lagt fram.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni yfir niðurstöðu útboðsins.