14. febrúar 2014 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargslundur 2 og 2A, umsókn um byggingarleyfi201401558
Sveinn Sveinsson Bjargi 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr 2 og 2A við Bjargslund samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stærðir: Hús nr. 2 íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3. Hús nr. 2A íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3.
Samþykkt.
2. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi201310136
Elsa S Jónsdóttir Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að að rífa núverandi sumarbústað úr timbri á lóðinni Lækjartanga nr. 125186 í Miðdalslandi. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja nýjan sumarbústað úr timbri á sama stað og núverandi bústaður stendur. Grenndarkynning hefur farið fram en engin athugasemd barst. Stærð bústaðs: 49,1 m2, milliloft 23,4 m2, samtals 225,8 m3.
Samþykkt
3. Reykjabyggð 55, umsókn um byggingarleyfi201310068
Ólafur Haraldsson Reykjabyggð 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, innanhúss fyrirkomulagi og stækka smávægilega úr timbri húsið nr. 55 við Reykjabyggð samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss: 1,2 m2, 4,2 m3. Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 140,6 m2, sólstofa 19,8 m2, bílgeymsla 33,9 m2, samtals 693,8 m3.
Samþykkt.
4. Reykjahvoll 11, umsókn um byggingarleyfi201307050
Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum uppdráttum. Íbúðarrými 1. hæð 102,3 m2, 2.hæð 133,5 m2, bílgeymsla 57,7 m2, samtals 837,3 m3.
Samþykkt.