18. febrúar 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bylgja Bára Bragadóttir
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stækkun Leirvogstunguskóla201401191
Farið yfir stækkun Leirvogstunguskóla og teikningar kynntar.
Á fundinn mætti Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri. Kynnt var stækkun Leirvogstunguskóla og farið yfir starfsemi þar.
2. Skóladagatöl 2014-2015201402023
Lagt fram til samþykktar
Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram. Þau eru hluti af starfsáætlun skólanna.
Fræðslunefnd staðfestir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þau.
3. Samræmd próf 2013201402012
Kynnt niðurstaða samræmdra prófa 2013 almennt og sérstaklega grunnskóla í Mosfellsbæ.
Lagðar fram niðurstöður grunnskólanna í Mosfellsbæ í samræmdum prófum 2013.
4. Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi201402140
Framlögð skýrsla er unnin fyrir starfshóp á vegum SSH um Skóla til framtíðar
Skýrsla lögð fram. Fræðslunefnd fagnar góðum árangri í bæjarfélaginu, en telur rétt að vísa skýrslunni til frekari umfjöllunar til grunnskólanna. Ef tilefni þykir til koma atriði úr henni aftur inn á fund fræðslunefndar.
5. Samstarfssamningur Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar201312221
Fyrir fundinum liggur nýr samstarfssamningur við Myndlistarskólann.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi starfsemi Myndlistarskólans í bæjarfélaginu og tengsl hans við Listaskólans.
7. Alþjóðadagur móðurmálsins - Móðurmálsvikan 21.-28. febrúar201402100
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram.
8. Námsmat við lok grunnskóla201402065
Lagt fram til upplýsinga
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um frestun á gildistöku um námsmat við lok grunnskóla í samræmi við nýja aðalnámsskrá.
9. Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í grunnskólum 2014201312017
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram bréf frá ráðuneyti.
10. Málþing Kennarasambands Íslands201402066
Lagt fram til upplýsingar um málþing KÍ.
Lagt fram.