17. september 2019 kl. 16:33,
2. hæð Úlfarsfell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022.201906226
Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun voru sendar til Jafnréttisstofu sem kom með nokkrar ábendingar. Skjölin hafa verið uppfærð á grunni ábendinganna og þarfnast því umfjöllunar lýðræðis- og mannréttindanefndar að nýju.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd samþykkir einróma þær ábendingar sem Jafnréttisstofa lagði til á jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2019-2022.
2. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2019201906236
Dagskrá jafnréttisdags lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
3. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2019201909249
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2019 og rökstuðningur þeirra.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2019. Mikael Rafn L Steingrímsson vék sæti við afgreiðslu málsins sökum vanhæfis.
Fyrir fundinum lá að velja aðila til að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2019. Tillögur sem borist hafa frá íbúum voru lagðar fram og ræddar.
Fyrri og seinni umferð á kjöri vegna jafnréttisviðurkenningar 2019 fór fram og verður kynnt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar.