13. mars 2018 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brattahlíð 27, Umsókn um byggingarleyfi201803152
Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 877,3 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aðkomu og tilfærslu á bílastæðum.
2. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi201802283
Húsasteinn ehf Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um smávægilega stærðar, útlits og fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktu atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 168,0 m3. Stærð húss eftir breytingu 1232,0 m2, 10158,1 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 95, Umsókn um byggingarleyfi201802245
Ágúst Ólafsson Laxatungu 95 sækir um leyfi fyrir geymslulofti, útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Laxatungu 95 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Leirvogstunga 21, Umsókn um byggingarleyfi201802259
Benedikt Sigurjónsson Hjalla í Ölfusi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 21 í samræmi við framlögð gögn. Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
5. Leirvogstunga 23, Umsókn um byggingarleyfi201802258
Ragnar Einarsson Öldugötu 54 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 23 í samræmi við framlögð gögn. Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.