14. ágúst 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Alþingi varðandi umsögn um frumvörp til laga201306306
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs frá 28. júní 2013 til nefndarsviðs Alþingis lagðar fram.
Almenn erindi
2. Erindi Arthurs Karls Eyjólfssonar varðandi flutning á lögheimili í frístundahús201307232
Arthur Karl Eyjólfsson sækir um skráningu lögheimilis í húsnæði í frístundabyggð með vísan til ákvæða til bráðabirgða í lögheimilislögum.
Minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs frá 29. júlí 2013, kynnt.
Samþykkt samhljóða að verða við erindi umsækjanda.
3. Erindi UMFA varðandi nauðsynlegar endurbætur á Varmárvelli201307245
Erindi framkvæmdastjóra og formanns knattspyrnudeildar UMFA varðandi nauðsynlegar endurbætur á Varmárvelli vorið 2014.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.