17. apríl 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Guðrún Björg Pálsdóttir 1. varamaður
- Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn í Leikskólann Hlíð201204085
Fundurinn hefst á Leikskólanum Hlíð kl. 17:15. Fundinum verður fram haldið í Kjarna að heimsókninni lokinni.
Fundurinn hófst í Hlíð. Jóhanna Hermannsdóttir kynnti starfsemi leikskólans og sýndi húsakynni.
2. Listaskóli Mosfellsbæjar, tónlistardeild, tölfræði 2006-2012201204075
Á fundinn mætti Brynja Gísladóttir deildarstjóri tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar og fór yfir tölfræði tónlistardeildar frá 2006.
3. Skóladagatal Listaskólans 2012-2013201204076
Brynja Gísladóttir deildarstjóri tónlistardeilda Listaskólans fór yfir skóladagatal skólans fyrir 2012-2013.
Skóladagatal lagt fram.
4. Auknar kröfur í nýrri byggingarreglugerð um húsnæði skóla201204086
Fræðslunefnd óskar eftir að tekin verði saman áhrif nýrrar reglugerðar á skólabyggingar, eldri og nýjar. Jafnframt verði tekið saman yfirlit yfir ástand hljóðvistarmála í skólastofnunum bæjarins og málinu vísað til umhverfissviðs til úrvinnslu. Óskað verði eftir að upplýsingar verði kynntar í fræðslunefnd.
5. Frístundasel, endurskoðun reglna201204078
Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um frístundasel og breyting á gjaldskrá.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar.
6. Úthlutun leikskólarýma vor 2012201204084
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar leikskólaplássa vorið 2012. Ljóst er að fjöldi barna á leikskólum fer fram úr því sem áætlanir gerðu ráð fyrir í fjárhagsætlun 2012. Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kynna málið fyrir bæjarráði þegar ljóst er hver endanleg niðurstaða verður að lokinni úthlutun, ef ástæða er til vegna ramma fjárhagsáætlunar.
7. Þróun nemendafjölda í Mosfellsbæ fram til 2015201204088
Farið yfir þróun nemendafjölda í grunnskólum fram til 2015.
8. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2012201204073
Lagt fram.