Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. apríl 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Guðrún Björg Pálsdóttir 1. varamaður
  • Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heim­sókn í Leik­skól­ann Hlíð201204085

    Fundurinn hefst á Leikskólanum Hlíð kl. 17:15. Fundinum verður fram haldið í Kjarna að heimsókninni lokinni.

    Fund­ur­inn hófst í Hlíð.  Jó­hanna Her­manns­dótt­ir kynnti starf­semi leik­skól­ans og sýndi húsa­kynni.

    • 2. Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar, tón­list­ar­deild, töl­fræði 2006-2012201204075

      Á fund­inn mætti Brynja Gísla­dótt­ir deild­ar­stjóri tón­list­ar­deild­ar Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar og fór yfir töl­fræði tón­list­ar­deild­ar frá 2006.

      • 3. Skóla­da­gatal Lista­skól­ans 2012-2013201204076

        Brynja Gísla­dótt­ir deild­ar­stjóri tón­list­ar­deilda Lista­skól­ans fór yfir skóla­da­gatal skól­ans fyr­ir 2012-2013. 

         

        Skóla­da­gatal lagt fram.

        • 4. Aukn­ar kröf­ur í nýrri bygg­ing­ar­reglu­gerð um hús­næði skóla201204086

          Fræðslu­nefnd ósk­ar eft­ir að tekin verði sam­an áhrif nýrr­ar reglu­gerð­ar á skóla­bygg­ing­ar, eldri og nýj­ar.  Jafn­framt verði tek­ið sam­an yf­ir­lit yfir ástand hljóð­vist­ar­mála í skóla­stofn­un­um bæj­ar­ins og mál­inu vísað til um­hverf­is­sviðs til úr­vinnslu.  Óskað verði eft­ir að upp­lýs­ing­ar verði kynnt­ar í fræðslu­nefnd.

          • 5. Frí­stunda­sel, end­ur­skoð­un reglna201204078

            Lögð fram til­laga að breyt­ingu á regl­um um frí­stunda­sel og breyt­ing á gjaldskrá.

             

            Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagð­ar breyt­ing­ar.

            • 6. Út­hlut­un leik­skóla­rýma vor 2012201204084

              Far­ið yfir stöðu mála vegna út­hlut­un­ar leik­skóla­plássa vor­ið 2012.  Ljóst er að fjöldi barna á leik­skól­um fer fram úr því sem áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir í fjár­hag­sætlun 2012. Fræðslu­nefnd fel­ur Skóla­skrif­stofu að kynna mál­ið fyr­ir bæj­ar­ráði þeg­ar ljóst er hver end­an­leg nið­ur­staða verð­ur að lok­inni út­hlut­un, ef ástæða er til vegna ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

              • 7. Þró­un nem­enda­fjölda í Mos­fells­bæ fram til 2015201204088

                Far­ið yfir þró­un nem­enda­fjölda í grunn­skól­um fram til 2015.

                • 8. Út­hlut­un úr End­ur­mennt­un­ar­sjóði grunn­skóla 2012201204073

                  Lagt fram.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00