13. ágúst 2010 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brúarland 125595 - Umsókn að færa færanlega kennslustofu201008352
þorgeir þorgeirsson fh. Eignasjóðs Mosfellsbæjar, sækir um leyfi til að flytja eina færanlega kennslustofu úr timbri frá Gerplustræti 14 og staðsetja norðan Brúarlandshússins og nýta sem viðbótar kennslurými í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða stofu nr. 10 sem verður skráð matshluti 25.
Stærð 81,0 m2, 269,9 m3.
Samþykkt.
2. Stórikriki 2, umsókn um byggingarleyfi200607136
Alefli ehf Þarabakka 3 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 2 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Breytingar verða gerðar á glugga í rými 0042, geymslu 0028, lyftu fyrir fatlaða í kjallara, bílastæði nr. 25 og fyrirkomulagsbreytingum í borðstofum.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
3. Umsókn um byggingarleyfi201007171
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar Suður- Reykjum 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri sumarbústað í landi þormóðsdals lnr. 125598, samkvæmt framlögðum gögnum.
Gamli bústaðurinn brann sl. vetur.
Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja bústaðinn við rafmagn fyrir ljós og hita.
Stærð bústaðs: 52,2 m2, 172 m3.
Samþykkt, enda verði heimtaugar lagðar í jörð og ekki verði heilsársbúseta í bústaðnum.
Samþykkt.