12. janúar 2017 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi201701154
Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss við Laxatungu 193 og byggja úr steinsteypu í stað timburs í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
2. Leirvogstunga 18, Umsókn um byggingarleyfi201612356
Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi til að mannvirkið snerti ekki bundna byggingarlínu.
3. Leirvogstunga 41/Umsókn um byggingarleyfi201701155
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 37 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss að Leirvogstungu 41, úr timbri í steinsteypu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Reykjahvoll 12, Umsókn um byggingarleyfi201612351
Lukas Slazak Hvassaleiti 62 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,6 m2, bílgeymsla 36,1 m2,1. hæð 121,7 m2, 605,6 m3.
Samþykkt.
5. Uglugata 19-21/Umsókn um byggingarleyfi201609356
HSH byggingameistarar Suðursölum 14 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr.19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 19: Íbúð 148,8 m2, bílgeymsla 25,6 m2, 579,0 m3. Stærð nr. 21: Íbúð 151,3 m2, bílgeymsla 27,6 m2, 594,0 m3.
Samþykkt.
6. Vefarastræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi breyting úti201701060
Eykt ehf.Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingum á þakgerð og að setja skyggni yfir svalaganga á áðursamþykktum mannvirkjum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.