Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. janúar 2017 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Laxa­tunga 193/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201701154

  Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss við Laxatungu 193 og byggja úr steinsteypu í stað timburs í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.

  Sam­þykkt.

  • 2. Leir­vogstunga 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201612356

   Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.

   Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem sótt er um leyfi til að mann­virk­ið snerti ekki bundna bygg­ing­ar­línu.

   • 3. Leir­vogstunga 41/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201701155

    Óskar J Sigurðsson Litlakrika 37 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss að Leirvogstungu 41, úr timbri í steinsteypu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.

    Sam­þykkt.

    • 4. Reykja­hvoll 12, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201612351

     Lukas Slazak Hvassaleiti 62 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Kjallari 34,6 m2, bílgeymsla 36,1 m2,1. hæð 121,7 m2, 605,6 m3.

     Sam­þykkt.

     • 5. Uglugata 19-21/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201609356

      HSH byggingameistarar Suðursölum 14 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr.19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 19: Íbúð 148,8 m2, bílgeymsla 25,6 m2, 579,0 m3. Stærð nr. 21: Íbúð 151,3 m2, bílgeymsla 27,6 m2, 594,0 m3.

      Sam­þykkt.

      • 6. Vefara­stræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi breyt­ing úti201701060

       Eykt ehf.Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingum á þakgerð og að setja skyggni yfir svalaganga á áðursamþykktum mannvirkjum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.

       Sam­þykkt.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00