13. apríl 2016 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Bæjarráð samþykkir að halda fund bæjarráðs í dag 13. apríl kl. 16 í stað þess að halda hann á áður boðuðum tíma á morgun.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um umsögn - ökutækjaleiga Bjarkarholti 5201604069
Ósk um umsögn vegna staðsetningar ökutækjaleigu að Bjarkarholti 5
Bæjarráð er neikvætt fyrir ökutækjaleigu að Bjarkarholti 5 þar sem hún væri þá staðsett í íbúðabyggð í miðbæ Mosfellsbæjar.
2. Opinn fundur um fjölmenningu í Mosfellsbæ201603334
Lagt fram minnisblað og skýrsla vegna opins fundar um fjölmenningu sem haldinn var í febrúar síðastliðnum.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
3. Skálahlíð 32 - Erindi vegna byggingarréttargjalds201601306
Erindi vegna byggingarréttargjalds lagt fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.