17. febrúar 2016 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafn Þorvaldsson aðalmaður
- Hilmir Berg Halldórsson aðalmaður
- Edda Eyþórsdóttir aðalmaður
- Hilma Jakobsdóttir aðalmaður
- Emma Íren Egilsdóttir aðalmaður
- Davíð Smári Þórðarson varamaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði 2016201601062
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Selfossi 16.-18. mars 2016.
Upplýsingar um ungmennaráðstefnu UMFÍ á Selfossi 16.-18. mars lagðar fram til kynningar.
Fulltrúar í ungmennaráði eru hvattir til að sækja ráðstefnuna.2. Sameiginlegur fundur Ungmenna- og Öldungaráðs Mosfellsbæjar201511084
Umræða um sameiginlegan fund ungmennaráðs og öldungaráðs og farið yfir vinnu við myndbönd sem fulltrúar ungmennaráðs munu sýna á þeim fundi.
Undirbúningur opins fundar með Öldungaráði ræddur.
Tómstundafulltrúa falið að funda með Öldungaráði til að finna heppilegan tíma og stað fyrir opinn fund.
Lokaundirbúningur fyrir opna fund ungmennaráðs með Öldungaráði fer fram á næsta fundi ungmennaráðs.3. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl ár hvert skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.
Lögð drög að mögulegum umræðuefnum ungmennaráðs með bæjarstjórn.
Listi með umræðuefnum verður sendur á bæjarfulltrúa fyrir sameiginlega fundinn.
Umhverfisstjóra falið að finna heppilegan fundartíma fyrir bæjarfulltrúa að koma á fund ungmennaráðs.