Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. febrúar 2016 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hrafn Þorvaldsson aðalmaður
  • Hilmir Berg Halldórsson aðalmaður
  • Edda Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Hilma Jakobsdóttir aðalmaður
  • Emma Íren Egilsdóttir aðalmaður
  • Davíð Smári Þórðarson varamaður
  • Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
  • Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ung­menna­ráð­stefna UMFÍ, Ungt fólk og lýð­ræði 2016201601062

    Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Selfossi 16.-18. mars 2016.

    Upp­lýs­ing­ar um ung­menna­ráð­stefnu UMFÍ á Sel­fossi 16.-18. mars lagð­ar fram til kynn­ing­ar.
    Full­trú­ar í ung­menna­ráði eru hvatt­ir til að sækja ráð­stefn­una.

  • 2. Sam­eig­in­leg­ur fund­ur Ung­menna- og Öld­unga­ráðs Mos­fells­bæj­ar201511084

    Umræða um sameiginlegan fund ungmennaráðs og öldungaráðs og farið yfir vinnu við myndbönd sem fulltrúar ungmennaráðs munu sýna á þeim fundi.

    Und­ir­bún­ing­ur op­ins fund­ar með Öld­unga­ráði rædd­ur.
    Tóm­stunda­full­trúa fal­ið að funda með Öld­unga­ráði til að finna heppi­leg­an tíma og stað fyr­ir op­inn fund.
    Lokaund­ir­bún­ing­ur fyr­ir opna fund ung­menna­ráðs með Öld­unga­ráði fer fram á næsta fundi ung­menna­ráðs.

    • 3. Fund­ur Ung­menna­ráðs Mos­fells­bæj­ar með bæj­ar­stjórn201002260

      Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl ár hvert skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.

      Lögð drög að mögu­leg­um um­ræðu­efn­um ung­menna­ráðs með bæj­ar­stjórn.
      Listi með um­ræðu­efn­um verð­ur send­ur á bæj­ar­full­trúa fyr­ir sam­eig­in­lega fund­inn.
      Um­hverf­is­stjóra fal­ið að finna heppi­leg­an fund­ar­tíma fyr­ir bæj­ar­full­trúa að koma á fund ung­menna­ráðs.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30