11. september 2015 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða , þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi vísar útfærslu á "kennileiti" til umfjöllunar skipulagsnefndar.
2. Sölkugata 22-28 / umsókn um byggingarleyfi201509160
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 22, 24,26 og 28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 22, 1. hæð íb. 99,1 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 24,0 m2, 688,7 m3. Nr. 24, 1. hæð íb. 98,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 25,6 m2, 691,6 m3. Nr. 26, 1. hæð íb. 100,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 226,4 m2, 701,0 m3. Nr. 28, 1. hæð íb. 98,3 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 23,0 m2, 682,5 m3.
Samþykkt.
3. Uglugata 31-33 / umsókn um byggingarleyfi201509136
Planki ehf. Valshólum 2 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum innan- og utanhúss fyrirkomulagsbreytingum í Uglugötu 33 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússsins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Úlfarsfellsland, 125483 - Umsókn um byggingarleyfi201507081
Áki Pétursson Asparfelli 4 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað í Úlfarsfellslandi, lnr. 125483 í samræmi við framlagða uppdrætti. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2015 var ferð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fyrir liggja fullnægjandi gögn". Stækkun bústaðs 12,5 m2, 36,0 m3. Stærð bústaðs eftir breytingu 72,3 m2, 273,6 m3.
Samþykkt.