11. janúar 2013 kl. ,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23 Umsókn um byggingarleyfi201212171
Húsfélagið Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á 2. hæð hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
2. Jónstótt, umsókn um byggingarleyfi201212094
Sigrún Magnúsdóttir Simmons Jónstótt Mosfellsbæ sækir um leyfi til að loka eldvarnahurð með EI60 vegg milli brunaeininga í áðursamþykktu húsi að Jónstótt. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
3. Kvíslartunga 19 Umsókn um byggingarleyfi201212170
Þórður Ásmundsson Norðurtúni 14 Hafnarfirði sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 19 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir húsins breytast ekki.
Samþykkt.