10. október 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hagaland 11, umsókn um byggingarleyfi201410106
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við húsið nr. 11 við Hagaland í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss: 19,5 m2, 53,8 m3. Grenndarkynning fór fram en engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
2. Kvíslartunga 17, umsókn um byggingarleyfi201409424
Sunna M Sigurðardóttir Kvíslartungu 17 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta skyggni við anddyri hússins nr. 17 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Kvíslartungu 15. Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.
3. Stórikriki 25, umsókn um byggingarleyfi201410019
Þórður Jónsson Stórakrika 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja garðveggi og gera minniháttar innanhúss fyrirkomulagsbreytingar samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.