14. október 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Erna Reynisdóttir 1. varamaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) 1. varamaður
Fundargerð ritaði
Magnea S. Ingimundard
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sérþarfabörn í grunnskólum, samanburður milli ára 2012-2014201407112
Lagt fram til upplýsinga og kynningar
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu mætti á fundinn, lagði fram upplýsingar um fjölda barna með sérþarfir í grunnskólum vorið 2014 og samanburð við fyrri ár. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að upplýsingum sé safnað saman og vinnu við samræmingu gagna sé haldið áfram til að tryggja samanburðarhæfi. Ennfremur er óskað eftir því að Skólaskrifstofa kanni ásamt skólastjórnendum hve mikið er um sértæk hegðunarvandkvæði.
2. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2012-2013201407111
Lögð fram
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu mætti á fundinn, lagði fram og kynnti ársskýrslu sálfræðiþjónustu.
3. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2013-2014201410099
Lögð fram til upplýsinga og kynningar
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu mætti á fundinn, lagði fram og kynnti ársskýrslu sálfræðiþjónustu.
4. Fjöldi barna í frístund og mötuneyti haust 2014201409419
Lagt fram til upplýsinga
Fræðslunefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í þátttöku barna í frístund og mötuneyti og vill koma áleiðis þökkum til starfsmanna mötuneyta og frístundaselja grunnskólanna fyrir gott starf.
5. Ráðning leikskólastjóra við Hlíð201409359
Ráðning leikskólastjóra við Hlíð
Fræðslunefnd er kynnt að Bæjarráð samþykkti tillögu um ráðningu Ragnheiðar Halldórsdóttur sem leikskólastjóra við Leikskólann Hlíð. Ráðning tekur gildi frá þeim tíma er núverandi leikskólastjóri lætur af störfum. Fræðslunefnd óskar nýjum leikskólastjóra velfarnaðar í starfi og býður hann velkominn til starfa.
6. Hvítbók201410109
Hvítbók ráðherra lögð fram.
Hvítbók Menntamálaráðherra lögð fram. Fræðslunefnd leggur til að leik- og grunnskólar bæjarins kynni sér innhald Hvítbókar og þau markmið sem þar koma fram.