16. október 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Halla Fróðadóttir (HF) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2014201410093
Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar sem fram fer á Hvolsvelli 6. nóvember 2014 lagt fram til kynningar.
Kynning á ársfundi náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar sem fram fer á Hvolsvelli 6. nóvember 2014. Nefndarmenn hvattir til að sækja fundinn, en umhverfisstjóri mun senda nánari dagskrá fundarins á nefndarmenn, þegar hún liggur fyrir.
2. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2014201410091
Lögð fram drög að ástandsskýrslum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2014, sem sveitarfélaginu ber að skila til Umhverfisstofnun árlega.
Drög að ástandsskýrlsum fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2014 lögð fram til kynningar.
Umhverfisstjóra falið að senda skýrslunar til Umhverfisstofnunar.3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2014201410090
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2014 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2014 lögð fram til kynningar.
Óskað eftir viðbótum við lið 7 varðandi framkvæmdir við Tunguveg yfir Varmá, og mögulegri mengun frá ofanvatni frá veginum.
Umhverfisstjóra falið að senda skýrsluna til Umhverfisstofnunar með ofangreindum breytingum.4. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2013-2014201410089
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2014 lagðar fram til kynningar
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæjar til ársins 2014 lagðar fram til kynningar.
5. Verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2015201410094
Lagt fram erindi Úrsúlu Junemann fulltrúa M-listans um hugmyndir að verkefnum í umhverfismálum.
Tillögur Úrsúlu Junemann fulltrúa M-listans um verkefni í umhverfismálum lagðar fram.
Umhverfisnefnd beinir því til bæjarráðs að hafa þessi atriði í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.6. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ 2010201012057
Lögð fram til upplýsinga stöðuskýrsla verkefnis við kortlagningu stíga og slóða í Mosfellsbæ
Stöðuskýrsla verkefnis við kortlagningu stíga og slóða í Mosfellsbæ lögð fram.
Tillaga um stofnun vinnuhóps um áframhald verkefnisins lögð fram.
Samþykkt samhljóða að í vinnuhópnum verði einn fulltrúi frá hverjum flokki sem á fulltrúa í bæjarstjórn og umhverfisstjóri verið starfsmaður hópsins.