15. október 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elín Gunnarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2014 miðað við grunnfjárhæðir bóta201309255
Áætlun um heildargreiðslu húsaleigubóta 2014
Lagt fram.
2. Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2014201309256
Áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2014
Lagt fram
3. Erindi Styrktarfélags klúbbsins Geysis varðandi styrkbeiðni2013082037
Beiðni um styrk vegna reksturs.
Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2013 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2014 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2014.
4. Rekstraráætlun 2013 Skálatúnsheimilisins2013082115
Rekstraráætlun 2013 lögð fram. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Málið var lagt fram á 209. fundi fjölskyldunefndar.
5. Umferðarforvarnir, styrkbeiðni.201310117
Beiðni um styrk vegna fræðslu til grunnskólabarna um umferðarforvarnir.
Fjölskyldunefnd hvetur fræðslunefnd til að taka þátt í verkefninu og leggur til að skipting kostnaðar verði með þeim hætti að skrifstofur sviðanna og grunnskólarnir Varmárskóli og Lágafellsskóli deili kostnaði hlutfallslega.
6. Samstarfsbeiðni201310094
Beiðni RBF um samstarf við Mosfellsbæ.
Fjölskyldunefnd er hlynnt erindinu og felur framkvæmdastjóra að vera í samvinnu við RBF um framhaldið.
7. Þjónustumiðstöð Eirhömrum-reglur um útleigu á sal.201309441
Drög að reglum og gjaldskrá vegna leigu á sal í þjónustumiðstöð Eirhamra.
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og drög að reglum um leigu á sal í þjónustumiðstöð eldri borgara í Eirhömrum.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að reglum um leigu á sal í þjónustumiðstöð Eirhamra.8. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.201109112
Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Staða mála kynnt og væntanlegt er bréf frá framkvæmdastjóra SSH sem verður lagt fram á fundinum.
Tölvupóstur frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 14. október 2013 kynntur. Í póstinum kemur fram að Velferðarráð Reykjavíkurborgar óskar eftir því að þjónusta borgarinnar við blinda verði undaskilin sameiginlegu útboði SSH í ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemd við það að samningur Velferðarráðs Reykjavíkurborgar við Blindrafélagið verði undanskilinn sameiginlegu útboði SSH þó að nefndin hefði talið það æskilegra að allur akstur væri í útboðinu.
Í öðru lagi er spurt hvort það sé sameiginlegur skilningur á 8. gr. í drögum um gjald vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks að hvert sveitarfélag ákvarði sína gjaldskrá og hún þarf ekki að vera sú sama í öllum þeim sveitarfélögum sem eru aðilar að sameiginlegu útboð, þar segir Gjald fyrir ferðaþjónustu tekur mið af almenningssamgöngum og er ákvarðað í gjaldskrá hvers sveitarfélags fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar leggur þann skiling í umrædda grein að hvert sveitarfélag ákvarði sína gjaldskrá og að hún þurfi ekki að vera samræmd í öllum sveitarfélögunum.
Fundargerðir til kynningar
14. Trúnaðarmálafundur - 799201309010F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 800201309014F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
16. Trúnaðarmálafundur - 801201309021F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
17. Trúnaðarmálafundur - 802201310005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
18. Trúnaðarmálafundur - 803201310011F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
19. Trúnaðarmálafundur - 804201310013F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Fundargerð 804. trúnaðarmálafundar samþykkt eins og einstök mál bera með sér.