Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. október 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Elín Gunnarsdóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áætlun um heild­ar­greiðslu sveit­ar­fé­laga á al­menn­um húsa­leigu­bót­um fjár­hags­ár­ið 2014 mið­að við grunn­fjár­hæð­ir bóta201309255

    Áætlun um heildargreiðslu húsaleigubóta 2014

    Lagt fram.

    • 2. Áætlun um heild­ar­greiðslu sveit­ar­fé­laga á sér­stök­um húsa­leigu­bót­um fjár­hags­ár­ið 2014201309256

      Áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2014

      Lagt fram

      • 3. Er­indi Styrkt­ar­fé­lags klúbbs­ins Geys­is varð­andi styrk­beiðni2013082037

        Beiðni um styrk vegna reksturs.

        Þar sem út­hlut­un styrkja á fjöl­skyldu­sviði árið 2013 er lok­ið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Um­sókn­in verð­ur tekin til um­fjöll­un­ar við út­hlut­un styrkja árið 2014 sem fram fer fyr­ir lok mars­mán­að­ar 2014.

        • 4. Rekstr­aráætlun 2013 Skála­túns­heim­il­is­ins2013082115

          Rekstraráætlun 2013 lögð fram. Gögn verða lögð fram á fundinum.

          Mál­ið var lagt fram á 209. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar.

          • 5. Um­ferð­ar­for­varn­ir, styrk­beiðni.201310117

            Beiðni um styrk vegna fræðslu til grunnskólabarna um umferðarforvarnir.

            Fjöl­skyldu­nefnd hvet­ur fræðslu­nefnd til að taka þátt í verk­efn­inu og legg­ur til að skipt­ing kostn­að­ar verði með þeim hætti að skrif­stof­ur svið­anna og grunn­skól­arn­ir Varmár­skóli og Lága­fells­skóli deili kostn­aði hlut­falls­lega.

            • 6. Sam­starfs­beiðni201310094

              Beiðni RBF um samstarf við Mosfellsbæ.

              Fjöl­skyldu­nefnd er hlynnt er­ind­inu og fel­ur fram­kvæmda­stjóra að vera í sam­vinnu við RBF um fram­hald­ið.

              • 7. Þjón­ustumið­stöð Eir­hömr­um-regl­ur um út­leigu á sal.201309441

                Drög að reglum og gjaldskrá vegna leigu á sal í þjónustumiðstöð Eirhamra.

                Lagt fram minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og drög að regl­um um leigu á sal í þjón­ustumið­stöð eldri borg­ara í Eir­hömr­um.
                Fjöl­skyldu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lögð drög að regl­um um leigu á sal í þjón­ustumið­stöð Eir­hamra.

                • 8. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH (verk­efna­hóp­ur 21), ferða­þjón­usta fatl­aðs fólks.201109112

                  Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Staða mála kynnt og væntanlegt er bréf frá framkvæmdastjóra SSH sem verður lagt fram á fundinum.

                  Tölvu­póst­ur frá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar dags. 14. októ­ber 2013 kynnt­ur. Í póst­in­um kem­ur fram að Vel­ferð­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar ósk­ar eft­ir því að þjón­usta borg­ar­inn­ar við blinda verði unda­skilin sam­eig­in­legu út­boði SSH í ferða­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk.

                  Fjöl­skyldu­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við það að samn­ing­ur Vel­ferð­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar við Blindra­fé­lag­ið verði und­an­skil­inn sam­eig­in­legu út­boði SSH þó að nefnd­in hefði tal­ið það æski­legra að all­ur akst­ur væri í út­boð­inu.

                  Í öðru lagi er spurt hvort það sé sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á 8. gr. í drög­um um gjald vegna ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks að hvert sveit­ar­fé­lag ákvarði sína gjaldskrá og hún þarf ekki að vera sú sama í öll­um þeim sveit­ar­fé­lög­um sem eru að­il­ar að sam­eig­in­legu út­boð, þar seg­ir Gjald fyr­ir ferða­þjón­ustu tek­ur mið af al­menn­ings­sam­göng­um og er ákvarð­að í gjaldskrá hvers sveit­ar­fé­lags fyr­ir ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks.

                  Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar legg­ur þann skil­ing í um­rædda grein að hvert sveit­ar­fé­lag ákvarði sína gjaldskrá og að hún þurfi ekki að vera sam­ræmd í öll­um sveit­ar­fé­lög­un­um.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 9. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 248201309009F

                    Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram.

                    • 10. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 249201309013F

                      Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.

                      Fund­ar­gerð lögð fram.

                      • 11. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 250201309020F

                        Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.

                        Fund­ar­gerð lögð fram.

                        • 12. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 251201310004F

                          Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.

                          Fund­ar­gerð lögð fram.

                          • 14. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 799201309010F

                            Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                            Fund­ar­gerð lögð fram.

                            • 15. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 800201309014F

                              Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                              Fund­ar­gerð lögð fram.

                              • 16. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 801201309021F

                                Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                                Fund­ar­gerð lögð fram.

                                • 17. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 802201310005F

                                  Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                                  Fund­ar­gerð lögð fram.

                                  • 18. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 803201310011F

                                    Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                                    Fund­ar­gerð lögð fram.

                                    Fundargerðir til staðfestingar

                                    • 13. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 252201310009F

                                      Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.

                                      Fund­ar­gerð 252. barna­vernd­ar­mála­fund­ar af­greidd á 210 fjöl­skyldu­nefnd­ar­fundi eins og ein­stök mál bera með sér.

                                      • 19. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 804201310013F

                                        Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.

                                        Fund­ar­gerð 804. trún­að­ar­mála­fund­ar sam­þykkt eins og ein­stök mál bera með sér.

                                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00