Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. janúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heilsu­vörumark­að­ur í Mos­fells­bæ201201224

    Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir og Pálmi Stein­gríms­son mættu á fund­inn fyr­ir Heilsu­vin og kynntu hug­mynd­ir um heilsu­vörumarkað.

     

    Nefnd­in er mál­inu hlið­holl og ósk­ar eft­ir því við menn­ing­ar­svið að vera full­trú­um frá Heilsu­vin inn­an hand­ar við að koma heil­su­mark­aði á fót.

     

     

    • 2. Heilsu­ár 2012201201223

      Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir og Pálmi Stein­gríms­son mættu á fund­inn fyr­ir Heilsu­vin og kynntu hug­mynd­ir um að árið 2012 verði heilsu­ár í Mos­fells­bæ.

       

      Nefnd­in er hlynnt hug­mynd­inni og vill gjarn­an styðja við hana.  Nefnd­in ósk­ar eft­ir því við menn­ing­ar­svið að veita Heilsu­vin stuðn­ing við að gera verk­efn­ið að veru­leika.

      • 3. Kynn­ing­ar­bæk­ling­ur um ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ árið 2012201201219

        Kynningarbæklingur hefur verið ræddur óformlega í nefndinni á undanförnum fundum. Á fundinum verða lagðar fram tillögur og hugmyndir um þátttöku Mosfellsbæjar og tillögur um þátttöku ferðaþjónustuaðila við gerð og framleiðslu nýs ferðaþjónustubæklings fyrir Mosfellsbæ.

        Lögð fram kynn­ing á áætlun um út­gáfu kynn­ing­ar­bæk­lings um ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ. Lagt til að hug­mynd­in verði unn­in áfram og síð­an kynnt að­il­um í ferða­þjón­ustu.

        • 4. Er­indi SSH vegna sókn­aráætl­un­ar201108261

          Lögð fram endanleg gögn vegna málsins ásamt samþykkt bæjarráðs.

          Lagt fram með þeim gögn­um sem fylgdu mál­inu í bæj­ar­ráði.

          • 5. Fyr­ir­spurn um stuðn­ing og ósk um stuðn­ing þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar við frum­kvöðl­a­starfs­semi og ný­sköp­un201201092

            Nefnd­in legg­ur til að fengn­ar verði frek­ari upp­lýs­ing­ar frá fyr­ir­spyrj­anda og jafn­framt feng­ið mat frá 3ja að­ila um mögu­leika verk­efn­is­ins.  Jafn­framt fel­ur nefnd­in menn­ing­ar­sviði að gera regl­ur um út­hlut­un stuðn­ings við ný­sköp­un­ar­verk­efni.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00