12. janúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsuvörumarkaður í Mosfellsbæ201201224
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Pálmi Steingrímsson mættu á fundinn fyrir Heilsuvin og kynntu hugmyndir um heilsuvörumarkað.
Nefndin er málinu hliðholl og óskar eftir því við menningarsvið að vera fulltrúum frá Heilsuvin innan handar við að koma heilsumarkaði á fót.
2. Heilsuár 2012201201223
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Pálmi Steingrímsson mættu á fundinn fyrir Heilsuvin og kynntu hugmyndir um að árið 2012 verði heilsuár í Mosfellsbæ.
Nefndin er hlynnt hugmyndinni og vill gjarnan styðja við hana. Nefndin óskar eftir því við menningarsvið að veita Heilsuvin stuðning við að gera verkefnið að veruleika.
3. Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ árið 2012201201219
Kynningarbæklingur hefur verið ræddur óformlega í nefndinni á undanförnum fundum. Á fundinum verða lagðar fram tillögur og hugmyndir um þátttöku Mosfellsbæjar og tillögur um þátttöku ferðaþjónustuaðila við gerð og framleiðslu nýs ferðaþjónustubæklings fyrir Mosfellsbæ.
Lögð fram kynning á áætlun um útgáfu kynningarbæklings um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Lagt til að hugmyndin verði unnin áfram og síðan kynnt aðilum í ferðaþjónustu.
4. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar201108261
Lögð fram endanleg gögn vegna málsins ásamt samþykkt bæjarráðs.
Lagt fram með þeim gögnum sem fylgdu málinu í bæjarráði.
5. Fyrirspurn um stuðning og ósk um stuðning þróunar- og ferðamálanefndar við frumkvöðlastarfssemi og nýsköpun201201092
Nefndin leggur til að fengnar verði frekari upplýsingar frá fyrirspyrjanda og jafnframt fengið mat frá 3ja aðila um möguleika verkefnisins. Jafnframt felur nefndin menningarsviði að gera reglur um úthlutun stuðnings við nýsköpunarverkefni.