12. ágúst 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um gögn vegna kæru á veitingu byggingarleyfis Bjargartanga 10201008114
Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að senda umbeðin gögn.
2. Erindi Böðvars Páls Ásgeirssonar o.fl. varðandi körfuboltaaðstöðu201007097
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfriturum í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi aðalskoðun leiksvæða201007040
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi SSH.
5. Erindi íbúa við Hlíðarás varðandi hraðahindrun, botnlangaskilti og leikvöll201006276
Bæjarráð samþykkir að farið verði í eftirtaldar framkvæmdir í samræmi við framlagt minnisblað
- sett verði hraðahindrun í Bæjarás á móts við leikvöll og skilti um leikvöll
- limgerði verði klippt til þess að bæta sýn inn á leikvöll
- sett verði upp skilti við Hlíðarás er sýni að gatan sé botnlangagata
Þá verði skýrsla um 30 km svæði sett inn á heimasíðu bæjarins.
6. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis Þrumu og eldinga201007183
Bæjarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umrætt tækifærisleyfi.
7. Erindi Gests Ólafssonar varðandi nýbyggingar við Bröttuhlíð201007201
Bæjarráð óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um erindið.