Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. mars 2017 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Desja­mýri 6,bil 0102, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702232

    Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3. Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m3

    Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem meg­in- hluti húss er 90 cm hærri en gert er ráð fyr­ir í deili­skipu­lagi svæð­is­ins.

    • 2. Laxa­tunga 105-109X-Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702251

      X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garaðbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 105, 107 og 109 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 105, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3. Nr. 107, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3. Nr. 109, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.

      Sam­þykkt. Um­sækj­andi greiði kostn­að vegna færslu ljósastaurs.

      • 3. Leir­vogstunga 22 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702263

        Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 sækir um leyfi til að rífa núverandi bílgeymslu og byggja úr steinsteypu og timbri nýja bílgeymslu og stigahús á lóðinni nr. 22 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð bílgeymslu 76,5 m2, stigahús 14,9 m2, 272,8 m3.

        Sam­þykkt. Um­sækj­andi greiði kostn­að vegna færslu ljósastaurs.

        • 4. Lerki­byggð 1-3 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702250

          Finnbogi R Jóhannesson Arnarhöfða 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri, parhús á lóðinni nr. 1-3 við Lerkibyggð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 1, 118,4 m2, 459,4 m3. Nr. 3, 141,2 m2, 549,4 m3.

          Sam­þykkt.

          • 5. Reykja­hvoll 26, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702120

            Bjarni Blöndal Garðatorgi 17 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 175,5 m2, bílgeymsla/geymsla 39,1 m2, 2. hæð 45,8 m2, 903,4 m3.

            Bygg­inga­full­trúi vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem hús­ið er stærra en þeir 150 m2 sem skil­greind­ir eru í deili­skipu­lagi sem há­marks­stærð.

            • 6. Urð­ar­holt 4. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing inn­an­húss.201611225

              Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja svalir og innrétta 3 íbúðir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Heildar stærðir hússins breytast ekki. Á 429. fundi skipulagsnefndar var gerð svohljóðandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og felur byggingafulltrúa afgreiðslu þess þegar fullnægjandi gögn hafa borist".

              Sam­þykkt.

              • 7. Voga­tunga 61-69, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201702253

                Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 61,63,65,67 og 69 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 61, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3. Nr. 63, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3. Nr. 65, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3. Nr. 67, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3. Nr. 69, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 38,0 m2, 2. hæð 121,9 m2, 857,2 m3.

                Sam­þykkt.

                • 8. Í Þor­móðs­dalslandi 125606, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201703113

                  Nikulás Hall Neðstabergi 18 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús í landi Þormóðsdals, landnr. 125606 í samræmi við framlögð gögn og deiliskipulag lóðarinnar. Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja bústaðinn við rafmagn fyrir ljós og hita. Stærð 93,0 m2, 342,8 m3.

                  Sam­þykkt, enda verði heimtaug­ar lagð­ar í jörðu.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00