14. desember 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ytra mat á grunnskólum - Lágafellsskóli201511031
Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar á starfsemi Lágafellsskóla lögð fram til upplýsingar.
Skólastjóri Lágafellskóla kynnti umbótaráætluna, sem send hefur verið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Áfangaskýrsla verður lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Fræðslunefnd þakkar greinargóða kynningu.Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla
2. Skóladagatöl 2016-2017201602227
Breyting á skóladagatölum 2016-17 lögð fram til samþykktar
Fræðslunefnd samþykir breytingu á skóladagatölum 2016-17.
3. PISA 2015201612119
Lagt fram til umræðu
Niðurstöður úr PISA könnun sem lögð var fyrir 15 ára börn árið 2015 voru kynntar fyrir fræðslunefnd. Nemendur í Mosfellsbæ hafa hingað til komið vel út úr þessari alþjóðlegu könnun en niðurstöður fyrir árið 2015 gefa til kynna að rýna þurfi vel niðurstöðurnar. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu og felur starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og stofnana þess að vinna áfram að aðgerðaráætlun fyrir leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar í samvinnu við alla hagsmunaðila og verður staðan kynnt á fundi fræðslunefndar í mars.
Gestir
- Ásta Steina Jónsdóttir, deildarstjóri Lágafellsskóla