Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. janúar 2015 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ak­ur­holt 13,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201501134

    Sveinn Árnason Akurholti 13 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og innanhúss fyrirkomulagsbreytingum á báðum hæðum hússins að Akurholti 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss: Kjallaraíbúð 171,4 m2, íbúð efri hæð 181,5 m2, samtals 1311,7 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Ak­ur­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411281

      Bogi Arason Akurholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja garðvegg úr steinsteypu, endurbyggja sólstofu úr timbri og gleri og gera smávægilegar útlits og fyrirkomulagsbreytingar á húsinu nr. 14 við Akurholt í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki umráðenda aðliggjandi lóða. Stærðir húss: Kjallari 228,0 m2, íbúðarrými 1. hæð 160,4 m2, sólstofa 28,2 m2, bílgeymsla 64,8 m2, samtals 1396,2 m3.

      Sam­þykkt.

      • 3. Reykjalund­ur,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201412089

        Reykjalundur Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum á endurhæfingarmiðstöð í matshluta 7 að Reykjalundi samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur áritun brunahönnuðar.

        Sam­þykkt.

        • 4. Stórikriki 35, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411216

          Gskg fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á áðursamþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 35 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 708,3 m3.

          Sam­þykkt.

          • 5. Uglugata 31-33,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201412400

            Planki ehf Valshólum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 31 og 33 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð Uglugötu 31: íbúðarrými 130,6 m2, bílgeymsla 26,4 m2, samtals 623,2 m3. Stærð Uglugötu 33: íbúðarrými 130,6 m2, bílgeymsla 26,4 m2, samtals 623,2 m3.

            Sam­þykkt.

            • 6. Völu­teig­ur 7-11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402177

              Björn Kristinsson Álfalandi 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja millipall í einingu 01.02 að Völuteigi 7 í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda á lóðinni. Stærð millipalls 105,6 m2. Rúmmetrastærð hússins breytist ekki.

              Sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.