9. janúar 2015 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Akurholt 13,umsókn um byggingarleyfi201501134
Sveinn Árnason Akurholti 13 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og innanhúss fyrirkomulagsbreytingum á báðum hæðum hússins að Akurholti 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss: Kjallaraíbúð 171,4 m2, íbúð efri hæð 181,5 m2, samtals 1311,7 m3.
Samþykkt.
2. Akurholt 14, umsókn um byggingarleyfi201411281
Bogi Arason Akurholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja garðvegg úr steinsteypu, endurbyggja sólstofu úr timbri og gleri og gera smávægilegar útlits og fyrirkomulagsbreytingar á húsinu nr. 14 við Akurholt í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki umráðenda aðliggjandi lóða. Stærðir húss: Kjallari 228,0 m2, íbúðarrými 1. hæð 160,4 m2, sólstofa 28,2 m2, bílgeymsla 64,8 m2, samtals 1396,2 m3.
Samþykkt.
3. Reykjalundur,umsókn um byggingarleyfi.201412089
Reykjalundur Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum á endurhæfingarmiðstöð í matshluta 7 að Reykjalundi samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur áritun brunahönnuðar.
Samþykkt.
4. Stórikriki 35, umsókn um byggingarleyfi201411216
Gskg fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á áðursamþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 35 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 708,3 m3.
Samþykkt.
5. Uglugata 31-33,umsókn um byggingarleyfi201412400
Planki ehf Valshólum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 31 og 33 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð Uglugötu 31: íbúðarrými 130,6 m2, bílgeymsla 26,4 m2, samtals 623,2 m3. Stærð Uglugötu 33: íbúðarrými 130,6 m2, bílgeymsla 26,4 m2, samtals 623,2 m3.
Samþykkt.
6. Völuteigur 7-11, umsókn um byggingarleyfi201402177
Björn Kristinsson Álfalandi 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja millipall í einingu 01.02 að Völuteigi 7 í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda á lóðinni. Stærð millipalls 105,6 m2. Rúmmetrastærð hússins breytist ekki.
Samþykkt.