13. febrúar 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Lilja Kjartansdóttir (LK) áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Yfirlit yfir leikskólavistun vorið 2019201901318
Farið yfir stöðuna í dag og næstu skref.
Farið yfir stöðu úthlutunar leikskólaplássa vorið 2019. Í leikskólum Mosfellsbæjar eru núna 618 börn og þar af 53 börn á ungbarnadeildum. Frá ágúst nk. verða um 632 börn og þar af 68 börn í ungbarnadeilum á Hlíð og Huldubergi. Leikskóladeild hefur verið opnuð í Helgafellskóla og mun börnum fjölga þar í áföngum fram á næsta skólaár.
2. Kynning á ungbarnadeildum í Hlíð.201902081
Kynning frá Hlíð, verðandi ungbarnaleikskóli.
Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra góða kynningu á ungbarnadeildum í Hlíð.
Gestir
- Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri Hlíð
3. Kynning á starfsemi dagforeldra201902082
Kynning á starfi dagforeldra í Mosfellsbæ
Kynning á málaflokki dagforeldra. Dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við foreldra með ung börn í Mosfellsbæ.