11. febrúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka umfjölllun um dómsmál íslenska ríkisins gegn Mosfellsbæ á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frístundasel, gjaldskrá í viðbótarvistun201602025
Óskað er staðfestingar á gjaldskrá frístundaselja fyrir viðbótarvistun í vetrar, jóla- og páskafríum.
Gjaldskrá frístundaselja fyrir viðbótarvistun í vetrar-, jóla- og páskafríum samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðs fólks - tillaga SSH201601279
Fjölskyldunefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur stjórnar SSH. Bæjarstjórn vísaði erindinu til bæjarráðs.
Framlögð tillaga stjórnar SSH um fyrirkomulag ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu samþykkt með þremur atkvæðum.
- FylgiskjalSSH_02_1501012_Minnisblað_FFF_tillaga_ad_stjornsyslul_fyrirk.lagi_2016_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_02_FFF_Tillaga_Stjornsyslulegt_fyrirkomulag_2015_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_02_Fundur_01082016_samráðshóps_SSH.pdfFylgiskjalSSH_02_Lokaskýrsla_framkvæmdaráðs_ferðaþj.fatlaðs_fólks_13.12.2015.pdfFylgiskjalSSH_02_Minnisblað_samráðshóps-08-01-2016-III.m.pdfFylgiskjalSSH_Mosfellsbaer_FFF_2016_01_12.pdf
3. Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga201601578
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að skila umsögn um frumvarpið í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Umsögn um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur201601579
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um fráveitur lögð fram.
Lagt fram.
5. Umsögn um frumvarp til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra201602071
Óskað eftir umsögn um frumvarp til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra.
Lagt fram.
6. Erindi frá Umboðsmanni barna201602069
Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til kynningar í fræðslunefnd.
7. Dómsmálið íslenska ríkið g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld201506305
Niðurstaða héraðsdóms í málinu kynnt auk minnisblaðs lögmanns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.