8. janúar 2016 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 6 /Umsókn um byggingarleyfi201511029
Alefli ehf. Völuteigi 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði úr steinsteypu og stáli á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss. 1. hæð 450,8 m2, 2. hæð 180,4 m2, 3133,2 m3.
Samþykkt.
2. Funabakki 2/Umsókn um byggingarleyfi201512361
Gunnar Pétursson Bjargartanga 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vesturhluta hesthússins að Funabakka 2 í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
3. Háholt 13-15-Umsókn um byggingarleyfi201511063
Festi fasteignir ehf Skarfagörðum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu, timbri og stáli húsið nr. 13 - 15 við Háholt í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 141,6 m2, 580,6 m3. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12.06.2015 var gerð eftirfarandi bókun: Þar sem engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna og með vísan í 2. gr. í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt nr. 596/2011 skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.
Samþykkt.
4. Þrastarhöfði 57/Umsókn um byggingarleyfi201512253
Guðjón Kr. Guðjónsson Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 57 við þrastarhöfða í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt