14. ágúst 2014 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2014201406218
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita tveimur görðum og einu fyrirtæki umhverfisviðurkenningar ársins 2014 og fylgja upplýsingar um vinningshafa með í sérstöku minnisblaði. Umhverfisviðurkenningarnar verða veittar á bæjarhátíðinni Í Túninu heima í lok ágúst, og þá verða vinningshafa gerðir opinberir.
2. Dagur íslenskrar náttúru 2014201408045
Hugmyndir að viðburðum vegna Dags íslenskrar náttúru sem haldinn verður þann 16. september 2014 teknar til umræðu.
Umhverfisstjóri fór yfir þá viðburði sem verið hafa í samgönguviku og á Degi íslenskra náttúru síðastliðin ár.
Umhverfisnefnd samþykkti samhljóða að fela umhverfisstjóra að vekja athygli á Degi íslenskrar náttúru og skipuleggja mögulega dagskrárliði fyrir 16. september sem tengjast náttúru Mosfellsbæjar.
3. Erindi Ágústar Hlyns Guðmundssonar varðandi svæði við Varmá201407070
Erindi Ágústar Hlyns Guðmundssonar varðandi umhirðu á svæði við Varmá móts við Blómvang.
Umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og ábendinguna. Umrætt svæði er slegið samkvæmt sláttuplani garðyrkjudeildar einu sinni á hverju sumri og felur nefndin garðyrkjustjóra að skoða málið frekar. Umhverfisnefnd hyggur á skoðunarferð um svæðið meðfram Varmá við fyrsta tækifæri.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi umferð á Úlfarsfelli201407074
Erindi Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi umferð á Úlfarsfelli þar sem óskað er eftir samstarfi við Mosfellsbæ um skilgreiningu akstursleiða uppá fellið. Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um málið.
Umsögn umhverfisnefndar til bæjarráðs fylgir erindinu.