8. maí 2014 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 55 B, umsókn um byggingarleyfi201404294
Jón Ó Þórðarson Arnartanga 60 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja glugga á norður hlið bílskúrs að Arnartanga 55B í samæmi við framlögð gögn. Engar stærðarbreytingar verða á skúrnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki hagsmunaaðila.
Samþykkt.
2. Dalsbú, umsókn um byggingarleyfi201310194
Dalsbú ehf í Mosfellsdal sækir um leyfi til að stækka úr stáli fóðurstöð að Dalsbúi samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 151,5 m2, 765,1 m3. Grenndarkynning á skipulagsbreytingu hefur farið fram.
Samþykkt.
3. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 ( Brávöllum ) Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka úr timbri um 37,2 m2, íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum.
Byggingafulltrúi vísar erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísun til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
4. Fálkahöfði 2 - 4, umsókn um byggingarleyfi201404166
Nova ehf Lágmúla 9 sækir um leyfi til að setja upp loftnetssúlu / fjarskiptabúnað á húsið nr. 2 - 4 við Fálkahöfða í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki húsfélagsins.
Samþykkt.
5. Innri Miðdalur 125198, umsókn um byggingarleyfi201404309
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu og að stækka sumarbústaðinn í Innri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð bústas 200,9 m2, 645,5 m3.
Frestað þar til fyrir liggur breytt deiliskipulag vegna lóðarstækkunar.
6. Laxatunga 85 / umsókn um byggingarleyfi201404347
Ingimundur Ólafsson Urðarholti 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 85 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Íbúðarrými 188,6 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 961,6 m3.
Samþykkt.
7. Litlikriki 2, umsókn um byggingarleyfi201403365
Sigurjón Benediktsson Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að tengja milli hæða með stiga, bílgeymslu og íbúð 010102 að Litlakrika 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Engar heildar stærðarbreytingar verða á fasteigninni. Fyrir liggur skriflegt samþykki meirhluta eigenda í húsinu.
Samþykkt.
8. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi.201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð viðbyggingar 167,5 m2, 551,7 m3. Heildarstærð íbúðarhúss eftir breytingar 262,7 m2, 832,3 m3. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í húsinu.
9. Uglugata 66 / umsókn um byggingarleyfi201404359
Matthías Ottósson Hraunbæ 99 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á líðinni nr. 66 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð íbúðarhúss: Íbúðarrými 131,2 m2, bílgeymsla 67,2 m2, samtals 773,6 m3.
Samþykkt.