10. maí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi sumarhúsaeigenda varðandi hitaveitu201107156
Til máls tóku: HS, JJB, HS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráðs sé jákvætt fyrir lagningu hitaveitu í Helgadal en mælir ekki með lagningu hitaveitu við Hafravatn vegna þeirra forsendna sem fram koma í minnisblaði.
2. Erindi SSH varðandi skýrslu (verkefnahóps 10) um samstarf safna201110027
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin. Óskað er afgreiðslu bæjarráðs þannig að svara megi SSH.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar sé hlynnt auknu samstarfi safna á svæði SSH og að slíku samstarf verði fram haldið á grundvelli skýrslunnar og með formlegum hætti milli sveitarfélaganna.
3. Erindi SSH varðandi tillögur (verkefnahóps 4) um málefni innflytjenda201112338
Áður á dagskrá 1057. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til fjölskyldu- og fræðslunefndar og síðar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálagðar eru umsagnir nefnda fyrrgreindu nefndanna en erindið var lagt fram á fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Óskað er afgreiðslu bæjarráðs þannig að svara megi SSH.
Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð tekur undir afstöðu fjölskyldunefndar þar sem lagt er til að tillögur hópsins verði skoðaðar frekar, en þó með það að markmiði að sveitarfélögin á svæðinu taki ekki yfir verkefni ríkisins í þjónustu við innflytjendur heldur leggi sitt af mörkum við að styrkja þá þjónustu sveitarfélaga sem fyrir er og eiga samstarf við þær stofnanir sem falið hefur verið að sinna þeim málum af hálfu ríkisvaldsins. Framhaldið verði á grundvelli skýrslunnar og með formlegum hætti milli sveitarfélaganna.
4. Erindi Quorum sf varðandi Fellsás 2201202007
Áður á dagskrá 1062. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að skoða málið. Hjálögð er tillaga að svarbréfi.
Til máls tóku: HS, SÓJ, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
5. Erindi Málræktarstjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð201205008
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna framkvæmdastjóra fræðslusviðs Björn Þráinn Þórðarson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
6. Umsókn um styrk frá ólympíuleikjafara201205048
Til máls tóku: HS, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.