Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. maí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi sum­ar­húsa­eig­enda varð­andi hita­veitu201107156

    Til máls tóku: HS, JJB, HS og BH.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráðs sé já­kvætt fyr­ir lagn­ingu hita­veitu í Helga­dal en mæl­ir ekki með lagn­ingu hita­veitu við Hafra­vatn vegna þeirra for­sendna sem fram koma í minn­is­blaði.

    • 2. Er­indi SSH varð­andi skýrslu (verk­efna­hóps 10) um sam­st­arf safna201110027

      Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin. Óskað er afgreiðslu bæjarráðs þannig að svara megi SSH.

      Til máls tók: HS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sé hlynnt auknu sam­starfi safna á svæði SSH og að slíku sam­st­arf verði fram hald­ið á grund­velli skýrsl­unn­ar og með form­leg­um hætti milli sveit­ar­fé­lag­anna.

      • 3. Er­indi SSH varð­andi til­lög­ur (verk­efna­hóps 4) um mál­efni inn­flytj­enda201112338

        Áður á dagskrá 1057. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til fjölskyldu- og fræðslunefndar og síðar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálagðar eru umsagnir nefnda fyrrgreindu nefndanna en erindið var lagt fram á fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Óskað er afgreiðslu bæjarráðs þannig að svara megi SSH.

        Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð tek­ur und­ir af­stöðu fjöl­skyldu­nefnd­ar þar sem lagt er til að til­lög­ur hóps­ins verði skoð­að­ar frek­ar, en þó með það að mark­miði að sveit­ar­fé­lög­in á svæð­inu taki ekki yfir verk­efni rík­is­ins í þjón­ustu við inn­flytj­end­ur held­ur leggi sitt af mörk­um við að styrkja þá þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sem fyr­ir er og eiga sam­st­arf við þær stofn­an­ir sem fal­ið hef­ur ver­ið að sinna þeim mál­um af hálfu rík­is­valds­ins. Fram­hald­ið verði á grund­velli skýrsl­unn­ar og með form­leg­um hætti milli sveit­ar­fé­lag­anna.

        • 4. Er­indi Quor­um sf varð­andi Fellsás 2201202007

          Áður á dagskrá 1062. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að skoða málið. Hjálögð er tillaga að svarbréfi.

          Til máls tóku: HS, SÓJ, BH og KT.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu.

          • 5. Er­indi Mál­rækt­ar­stjóðs varð­andi til­nefn­ingu í full­trúaráð201205008

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs Björn Þrá­inn Þórð­ar­son sem full­trúa Mos­fells­bæj­ar í full­trúaráð Mál­rækt­ar­sjóðs.

            • 6. Um­sókn um styrk frá ólymp­íu­leikjafara201205048

              Til máls tóku: HS, JJB og BH.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs til um­sagn­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30