7. júlí 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 18, umsókn um byggingarleyfi201407003
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja hús nr. 18 við Gerplustræti, þriggja hæða, 8 íbúða fjöleignahús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð : 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, samtals 2404,6 m3.
Samþykkt.
2. Litlikriki 37,umsókn um byggingarleyfi201406287
Óskar Jóhann Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka, breyta útliti og innra fyrirkomulagi íbúðarhúss úr steinsteypu að Litlakrika 37 samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stækkun húss: 1. hæð 5,5 m2, 2. hæð 10,1 m2, samtals 8,6 m3. Stærðir húss eftir breytingu. 1. hæð 221,3 m2, 2. hæð íbúðarrými 173,6 m2, bílgeymsla 47,9 m2, samtals 1377,2 m3.
Samþykkt
3. Skólabraut 6-10,umsókn um byggingarleyfi201406317
Þorgeir Þorgeirsson fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að reisa tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingu úr timbri skráðar matshluti 07 norð-vestan við Varmárskóla á lóðinni nr. 6 - 10 við Skólabraut samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð matshluta 07: Tengibygging 22,1 m2, kennslustofa 01, 79,2 m2, kennslustofa 02, 62,7 m2, samtals 551,9 m3.
Samþykkt.
4. Reykjadalur, umsókn um byggingarleyfi201407058
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 11 - 13 Reykjavík sækir um leyfi til að reisa listaverk úr steinsteypu og stáli á lóð sinni í Reykajdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt.