7. mars 2013 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 47, umsókn um byggingarleyfi201302306
Þeba Björt Karlsdóttir Arnartanga 47 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 47 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss: 12,9 m2, 42,0 m3.
Frestað, vísað til skipulagsnefndar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.
2. Engjavegur 20 -Umsókn um byggingarleyfi201003403
Hákon Ísfeld Jónsson Brúnastekk 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti og gluggum hússins nr. 20 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
3. Háholt 14, umsókn um uppsetningu á auglýsingaskiltum201303014
Pizza Pizza ehf Lóuhólum 2-6 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti vegna rekstrar í rými 0105 að Háholti 14 samkvæmt framlögðum gögnum.
Byggingafulltrúi samþykkir uppsetningu skilta fyrir Pizza Pizza ehf. en ítrekar að húseigendur skulu sækja um leyfi fyrir samræmdri uppsetningu skilta á húsinu í heild.
4. Reykjahlíð, umsókn um byggingarleyfi201302101
Júlíana Rannveig og Þröstur Sigurðsson Reykjahlíð Mosfellsbæ sækja um leyfi til að endurbyggja og stækka smávægilega úr timbri véla- og aðstöðuhús, matshluta 05 að Reykjahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 31,9 m2, 79,8 m3. Stærð matshluta 05 eftir breytingu: 191,5 m2, 586,7 m3.
Samþykkt.
5. Skarhólabraut 1, umsókn um byggingarleyfi201302186
SHS fasteignir ehf Skógarhlíð 14 Reykjavík sækja um leyfi til að gera ýmsar fyrirkomulagsbreytingar og stækka úr steinsteypu áðursamþykkta slökkvistöð að Skarhólabraut 1. Stækkunin felst í að byggð verði bílgeymsla til norð-austurs í kjallara. Stækkun kjallara 268,7 m2. Stærð húss eftir breytingu: 1986,6 m2, 9776,4 m3. Stækkun hússins er innan ramma gildandi deiliskipulags.
Samþykkt.
6. Urðarholt 2-4, umsókn um fjarskiptabúnað á gafl og innanhús201302305
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á vesturgafl hússins nr. 4 við Urðarholt auk tæknibúnaðar á efri hæð hússins nr. 2 við Urðarholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt.