9. febrúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) Forseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leitað eftir stuðningi við dagskrá fyrir almenning í Vigdísarstofnun201612236
Beiðni um stuðning við dagskrá fyrir almenning í Vigdísarstofnun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sameiginlegrar umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og forstöðumanns þjónustu- og samskiptasviðs.
2. Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla, sjálfstætt starfandi sérskóla201702030
Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
3. Afmæli Mosfellsbæjar 2017201702033
Lagðar fram upplýsingar um stöðu á undirbúningi 30 ára kaupstaðarafmælis Mosfellsbæjar.
Lagt fram.
4. Ósk íbúa um bundið slitlag í Roðamóa201702017
Ósk um bundið slitlag á Roðamóa
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Samkomulag um uppbyggingu og lóðir við Háholt 16-24201701057
Drög að samkomulagi lögð fram.
Framlögð drög að samkomulagi við Klapparholt ehf. um uppbyggingu á lóðum nr. 16-24 við Háholt samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Boð um að neyta forkaupsréttar vegna Háholts 16, 18, 22 og 24201611289
Ósk um heimild til framsals á lóð við Háholt 16 og tilkynning um framsal lóða við Háholt 18, 22 og 24.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framsal lóðarinnar við Háholt 16. Þá er byggingafulltrúa heimilað að staðfesta framsal lóða við Háholt 18, 22 og 24.