8. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Áður á dagskrá 1033. fundar bæjarráðs þar sem bæjarráð samþykkti verklagið. Nú kynnt lokaútfærsla verkferla og bréfa sem nauðsynleg eru við framkvæmdina.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JS, JJB, HP, HSv og KT.
Verkferli vegna stöðu og ástands á nýbyggingarsvæðum yfirfarið og kynnt.
2. Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I201108051
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að svara erindinu. Kynnt er nýtt bréf frá bréfritara varðandi ábúðarrétt o.fl.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, JS, KT, HP og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara.
3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar201010230
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, HP, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.
4. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal201109043
Til máls tóku: HS, JJB, KT, HSv, HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
5. Árshlutareikningur SORPU bs. janúar-júní 2011201109109
Til máls tóku: HS, KT og JJB.
Árshlutareikningurinn lagður fram. Jafnframt er árshlutareikningurinn sendur til fjármálastjóra til kynningar.
6. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu201109103
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
7. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.201109112
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
8. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 3), stoðþjónusta og rekstrarsamvinna201109142
Til máls tóku: HS, JS, HSv, HP, JJB og KT.
Tillögur verkefnahópsins lagðar fram.
9. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59200910113
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi varðandi lóðina Stórakrika 59.