11. maí 2016 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Hrafn Þorvaldsson aðalmaður
- Hilmir Berg Halldórsson aðalmaður
- Edda Eyþórsdóttir aðalmaður
- Steinunn Guðbrandsdóttir aðalmaður
- Hilma Jakobsdóttir aðalmaður
- Emma Íren Egilsdóttir aðalmaður
- Selma Petra Jóhannesdóttir aðalmaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
fundur Ungmennaráðs með Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn og ræddi ýmis mál.
á fundinn mættu
1.Almenningssamgöngur.
Almenningssamgöngur bæði innanbæjar ræddar. Umræður um nýjar
Strætóleiðir í Mosfellsbæ ræddar, hugmynd um hvernig hugsanlega megi bæta sammgöngur í og úr nýrri hverfum Mosfellbæjar ma. úr Leirvogstungu og Helgafell.Spurt um stöðu á biðskýli við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Lágafellskóla og Varmárskóla, upplýst um að verið sé að vinna í að setja skýli við frammhaldsskólann og við Lágafellsskóla.
2.Lýsing reiðleiða og göngustíga.
Lýsingar reiðleiða, s.s. leiðin frá hesthúsahverfinu yfir í Leirvogstungu, sem er mikið notuð, bæði af hestafólk og göngufólki. Hver er staðan þar.
Haraldur fór yfir þá umræðu sem að verið hefur á síðustu árum um lýsingi þessara reiðleiðar.3.Þátttaka ungmennaráðs í málum tengdum ungmennum í Mosfellsbæ
Ungmennaráð kallar eftir að fleiri málum verði vísað til ráðsins frá nefndum Mosfellbæjar. Vel tekið í erindið. sameiginleg ályktun ráðanna:
Bæjarstjórn og ungmennaráð álykta sameiginlega um mikilvægi þess að leitað sé í ríkari mæli eftir áliti ungmennaráðs um hin ýmsu mál sem kunna að snerta ungmenni í Mosfellsbæ. Forstöðumanni samskipta og upplýsinga deildar og tómstundafulltrúa verði fallið að koma með tillögu að verklagi þar um. Ályktun þessi verði kynnt öllum nefndum bæjarins.4.Vinnuskóli
Fjölbreyttari vinnu, meiri vinnu. Ýmsar hugmyndir að verkefnum fyrir vinnuskólann ræddar, erindinu vísað til íþrótta og tómstundanefndar.5.Skálafell
Hver er staðan þar, verður opið meira þar næsta vetur?
Verður hægt að hafa opið í miðri viku líka?
Upplýst um að verið er að skoða það að hafa skíðasvæðið Skálafell opið oftar en verið síðustu ár næsta vetur .6.Önnur mál