4. desember 2017 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ásland 13/Umsókn um byggingarleyfi201712021
Sigurtak ehf. Markarfljóti 3 Garðabæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 13 við Ásland í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi201711320
Gerplustræti 1-5 slhf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi fyrir hækkun á gólfkóta um 35 cm á áður samþykktu fjöleignahúsi við Ástu-Sólliljugötu 6-8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
3. Bjarkarholt 1a-9a, Umsókn um byggingarleyfi201710129
NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 1A-9A við Bjarkarholtí samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða 1. áfanga á lóðinni, 36 íbúða hús nr. 7A, 9A og 9B. Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja 2. áfanga hússins sem er 15 íbúða hús sem verður nr. 5A-5B við Bjarkarholt. Stærðhúss nr. 5A-5B. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 5848,1 m3. Stærð húss nr. 7A-9B. Kjallari 683,9 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 13966,1 m3. Bílakjallari 1019,4 m2.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
4. Desjamýri 9, Umsókn um byggingarleyfi201712044
HK verktakar Dalsgarði Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr stáli og steinsteypu geymsluhúsnæði, matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 568,8 m2, 3060,0 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umrædd bygging er utan byggingarreits í gildandi deiliskipulagi.
5. Engjavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi201710227
Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3. Á fundi skipulagsnefndar þ.24.11.2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".
Samþykkt.
6. Reykjahvoll 23A, Umsókn um byggingarleyfi201711327
Már Svavarsson Melgerði 11 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta staðsetningu og innanhúss fyrirkomulagi áður samþykkts einbýlishúss úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 23A við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
7. Suðurá - Ósk um byggingu bílskúrs/vinnustofu.201710081
Júlíana R Einarsdóttir Suðurá Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja vinnustofu úr timbri á landi Suðurár í samræmi við framlögð gögn. Stærð 39,2 m2, 122,0 m3. Á fundi skipulagsnefndar þ. 10.11.2017 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Samþykkt.
8. Urðarholt 4, Umsókn um byggingarleyfi201703177
Fasteignafélagið Orka ehf. Stórhöfða 37 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innréttingu skrifstofurýmis 0301 í íbúðarrými að Urðarholti 4 í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt.
9. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi201711319
Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum á 1. hæð Vefarastrætis 24-30 og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
10. Völuteigur 29A, Umsókn um byggingarleyfi201712023
Deilir Tækniþjónusta ehf Urðarhvarfi 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomilagi í iðnaðarhúsnæði 0102 og 0105 við Völuteig 29A. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.