14. desember 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kjör Íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017201712027
Minnisblað frá Íþróttafulltrúa varðandi kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017
Íþróttafulltrúi kynnti þá vinnu sem farin er af stað vegna kjörs á íþróttamanni og -konu Mosfellbæjar 2017.
2. Ársskýrslur stofnanna Frístundasviðs 2016-17201711055
Ársskýrslur stofnanna Frístundasviðs 2016-17
Árskýrslur stofnanna Fræðslu og frístundasvið lagðar fram, og kynntar.
3. Tillaga Ungmennaráðs Mosfellsbæjar um setu ungmenna í nefndum Mosfellbæjar.201711065
Á árlegum fundi Ungmennaráðs (43. Fundur 03.05.17) og Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar bar Ungmennaráð ma. upp þá hugmynd að Ungmennaráð Mosfellsbæjar ætti áheyrnarfulltrúa í nefndum Mosfellsbæjar.
Tillaga frá fulltrúa íbúahreyfingar: Íþrótta- og tómstundanefnd er hlynnt erindinu og leggur til að erindið verði samþykkt. Nefndin leggur til að frá ungmennaráði komi einn áheyrnarfulltrúi sem að þau kjósa sér. Hann verði á fundunum sem áheyrnarfulltúi með málfrelsi, tillögurétt og launaður.
Tillaga felld með 3 atkvæðum gegn einu.Tillaga frá formanni íþrótta-og tómstundanenfdar :
Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar leggur til að fulltrúi ungmennaráðs Mosfelllsbæjar fái áheyrnarfulltrúa í nefndina og hafi málfrelsi, tillögurétt og bókunarrétt og verði því á sömu forsendum og aðrir áheyrnarfulltúar í nefndum.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum