10. ágúst 2017 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017201707099
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2017
Umhverfisnefnd fór í vettvangsferð til að skoða fallega garða sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar árið 2017.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita tveimur görðum og einum félagasamtökum umhverfisviðurkenningar ársins 2017 og fylgja upplýsingar um verðlaunahafa með í sérstöku minnisblaði. Viðurkenningarnar verða veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst, og þá verður upplýst um verðlaunahafa.