Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2019 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201806287

  Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., Laufrimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

  Sam­þykkt.

  • 2. Hlað­gerð­ar­kot/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201606012

   Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærði skráningartöflu, meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

   Sam­þykkt.

   • 3. Leiru­tangi 24, beiðni um bygg­ingu bíl­skúrs2016081674

    Guðrún Helga Steinsdóttir og Guðjón Birgir Rúnarsson Leirutanga 24 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri bílskúr á lóðinni Leirutangi nr. 24, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir. Stærðir: Bílskúr 50,0 m², 183,0 m³.

    Sam­þykkt.

    • 4. Vefara­stræti 15-19/ bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn.201605042

     Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðluppdrátta fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

     Sam­þykkt.

     • 5. Þver­holt 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201902204

      Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til stækkunar ásamt breytinga innra skipulags og notkunar eldra húsnæðis á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2m², 73,0 m³.

      Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

      • 6. Þver­holt 27, 29 og 31, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201706014

       Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 sækir um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærðri skráningartöflu, 30 íbúða fjöleignahúss með bílakjallara á lóðinni nr. 27-31 við Þverholt í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 41,8 m², minnkun rúmmáls 90,8 m³.

       Sam­þykkt.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00