3. maí 2019 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi.201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., Laufrimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi.201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærði skráningartöflu, meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. Leirutangi 24, beiðni um byggingu bílskúrs2016081674
Guðrún Helga Steinsdóttir og Guðjón Birgir Rúnarsson Leirutanga 24 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri bílskúr á lóðinni Leirutangi nr. 24, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir. Stærðir: Bílskúr 50,0 m², 183,0 m³.
Samþykkt.
4. Vefarastræti 15-19/ byggingarleyfisumsókn.201605042
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðluppdrátta fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
5. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi201902204
Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til stækkunar ásamt breytinga innra skipulags og notkunar eldra húsnæðis á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2m², 73,0 m³.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
6. Þverholt 27, 29 og 31, Umsókn um byggingarleyfi.201706014
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 sækir um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta, ásamt uppfærðri skráningartöflu, 30 íbúða fjöleignahúss með bílakjallara á lóðinni nr. 27-31 við Þverholt í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 41,8 m², minnkun rúmmáls 90,8 m³.
Samþykkt.