6. júlí 2017 kl. 07:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárveitingar og framkvæmdir við gatnagerð í landi Vogatungu201707005
Fjárveitingar og framkvæmdir við gatnagerð í landi Vogatungu
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindi til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Beiðni um afstöðu Mosfellsbæjar til forkaupsréttar201706339
LT lóðir ehf. óska eftir afstöðu Mosfellsbæjar til beitingu forkaupsréttar
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá lögmanni bæjarins.
3. Norrænt samstarf um sjálfbærni í miðbæjarskipulagi201706309
Tillaga um þátttöku í norrænu samstarfi um sjálfbæra borgarþróun
Samþykkt með þremur atkvæðum að þiggja boð um þátttöku í verkefninu.
4. Plastlaus september201706308
Kynning á verkefni og beiðni um fjárhagslegan stuðning við árverknisátakið "Plastlaus september".
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Afmæli Mosfellsbæjar 2017201702033
Lagðar fram upplýsingar um stöðu á undirbúningi 30 ára kaupstaðarafmælis Mosfellsbæjar.
Lagt fram og rætt.
6. Ráðning forstöðumanns Menningarmála201705038
Lögð fram tillaga að ráðningu forstöðumanns menningarmála.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Auði Halldórsdóttur í starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála hjá Mosfellsbæ.
7. Stefnumótun Mosfellsbæjar 2017201702305
Lagt fram stefnuskjal sem kynnt hefur verið á fundi með ráðgjöfum.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.